Maður leiksins gegn FH

15.09 2015

Morgan Glick var maður leiksins í 1-0 sigri ÍA á FH í úrslitaleik í 1. deild sem fram fór á Norðurálsvelli síðastliðinn laugardag. Morgan er vel að titlinum komin, Skagastúlkur hafa varist vel í sumar en í þessum leik fékk hún að sýna úr hverju hún er gerð og átti nokkrar mikilvægar vörslur. Við óskum Morgan til hamingju!

Dýrfinna Torfadóttir gaf fallegt skartgripasett í verðlaunin að þessu sinni og við kunnum henni hinar bestu þakkir fyrir það og auðvitað ómetanlegan stuðning við liðið í allt sumar (og síðustu ár). Takk fyrir Dýrfinna. Hvar værum við án þín? Dýrfinna er stödd erlendis en Steindóra Steinsdóttir sá um að afhenda verðlaunin í hennar stað. Dýrfinnu þarf ekki að kynna fyrir neinum hjá félaginu, hún er sannarlega stuðningsmaður af lífi og sál og hefur lagt sig alla fram um að efla félagið og þá ekki síst kvennaknattspyrnuna. En Dýrfinna er líka frábær listakona og hér má sjá sýnishorn af verkum hennar: https://www.facebook.com/skartdyrfinnu?fref=ts

Til baka