Maður leiksins gegn KR

14.09 2015

Árni Snær Ólafsson, markvörður mfl.kk hjá ÍA, var valinn maður leiksins eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við KR. Árni sýndi nokkuð óvenjulega takta fyrir markmann á köflum og greip þannig inn í á mikilvægum augnablikum í leiknum.

Árni Snær fékk þetta flotta málverk eftir Ingigerði Guðmundsdóttur að launum og hér má sjá listamanninn  afhenda verkið. Ingigerður er fædd og uppalin í Keflavík, bjó á Neskaupsstað í nokkur ár og hefur verið búsett á Akranesi frá 1996. Hún útskrifaðist af listnámsbraut, keramikhönnun frá Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins árið 2009. Ingigerður hefur farið á nokkur námskeið í keramiki í Myndlistaskólanum í Reykjavík og í málun í Myndlistaskóla Kópavogs, ásamt nokkrum minni námskeiðum. Ingigerður starfar hjá félagsstarfi eldri borgara og öryrkja á Akranesi og leiðbeinir þar við margskonar handverk, en þó aðallega við leir og gler.
Verk frá henni eru til sölu í Gallerí Urmul á Akranesi og Ljómalind Borgarnesi. Hún meðlimur í Samsteypunni í Sementverksmiðjunni á Akranesi.

Þess má svo til gamans geta að Árni Snær var einnig valinn leikmaður umferðarinnar í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport.

Til baka