Maður leiksins gegn Selfossi

24.05 2016

Eins og við höfum þegar sagt frá tapaði meistaraflokkur kvenna hjá ÍA fyrir Selfossi í kvöld með tveimur mörkum gegn engu.

 

Jaclyn Poucel var valin maður leiksins af stuðningsmönnum. Hún hlaut að launum þessa fallegu mynd eftir Bjarna Þór. Bjarni Þór er Knattspyrnufélagi ÍA að góðu kunnur en hann hefur stutt dyggilega við félagið í gegnum tíðina. Við kunnum honum hinar bestu þakkir fyrir þetta framlag.

 

Á myndinni má sjá Magnús Guðmundsson, formann stjórnar Knattspyrnufélags ÍA, afhenda Jaclyn verkið. Það er skemmtilegt að segja frá því að hún hefur meðal annars lagt stund á listasögu í námi sínu og mun án efa kíkja við í gallerýinu hjá Bjarna Þór og kynna sér verk hans betur. 

Til baka