Maður leiksins gegn Val

28.09 2015

Eins og við höfum áður sagt frá unnu Skagamenn góðan 1-0 sigur á Val á Norðurálsvelli á laugardaginn. Arnar Már Guðjónsson skoraði eina mark leiksins frá miðju en það nægði honum samt ekki til þess að landa titlinum maður leiksins. Gylfi Veigar Reykfjörð Gylfason varð fyrir valinu að þessu sinni en hann stóð vaktina í hjarta varnarinnar ásamt Ármanni Smára Björnssyni og höfðu þeir félagar í nógu að snúast og náðu að leysa allt sem fyrir þá var lagt eins og markatalan gefur til kynna. Gylfi Veigar bjargaði meðal annars einu sinni á marklínu.

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá listamanninn Unni Jónsdóttur afhenda Gylfa listaverk að gjöf eftir leikinn. Unnur er fædd og uppalin á Akranesi. Í henni býr líka Þingeyingur, Strandamaður og Austfirðingur. Kannski er það þessi blanda sem gerir það að verkum að hún hefur mjög gaman að því að vera skapandi og henni líður mjög vel þegar hún nær að skapa eitthvað. Þess vegna lærði hún grafíska hönnun við Myndlistaskólann á Akureyri. Eftir útskrift hefur Unnur unnið hjá Miðstræti og Apon og starfar einnig sjálfstætt. Kúpurnar hennar Unnar er hægt að nálgast hjá henni áwww.facebook.com/ujonsd og í versluninni @home á Akranesi. Svo má líka senda póst á unnur@apon.is eða í síma 868 5245.

 

Til gamans má finna myndband af marki Arnar Más á meðfylgjandi tengli: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=195141

Til baka