Maður leiksins hjá ÍA gegn ÍBV

15.07 2015

Síðastliðinn sunnudag vann meistaraflokkur karla mikilvægan sigur á ÍBV, 3-1, á Norðurálsvellinum. Arnar Már Guðjónsson, sem meðal annars skoraði jöfnunarmarkið fyrir ÍA, var valinn maður leiksins og hlaut hann að launum glæsilegt málverk eftir listamanninn Bjarna Þór.

 

Bjarni Þór er sjálfsagt vel kunnur öllum Skagamönnum og fleirum til, en við hvetjum samt alla til þess að kíkja á síðuna hans á facebook: https://www.facebook.com/listmalari eða koma við í galleríinu. Knattspyrnufélag ÍA þakkar Bjarna Þór kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Til baka