Marko Andelkovic

04.02 2015

Það er margt sem bendir til þess að serbinn  Marko Andelkovic  gæti orðið Skagamönnum góður liðsstyrkur í Pepsí deildinni á komandi sumri.

Hinn þrítugi Marko Andelkovic er miðvallarleikmaður með mikla reynslu að baki.  Hann hefur leikið fyrir 10 félagslið á ferli sínum fram að þessu. Leikið alls um 240 deildarleiki fyrir lið sín og skorað alls 43 mörk í leikjunum. Auk þess á hann að baki 7 leiki í forkeppni meistaradeildar Evrópu með Ekranas frá Litháen, og lék meðal annars á móti FH í forkeppni meistaradeildarinnar árið 2013.

Marko hóf knattspyrnuferil sinn í heimalandi sínu með stórliðinu Partizan Belgrad. Hann náði aldrei að vinna sér sæti í aðalliði félagsins er var lánaður til annarra félaga í Serbíu til að öðlast reynslu.
Fyrst var hann lánaður til 2.deildarliðsins FK Teleoptik, sem var uppeldisfélag Partizan. Hann lék með liðinu á árunum 2003 -2005. Lék alls 49 leiki og skoraði 8 mörk fyrir félagið.
Síðan var hann lánaður til úrvalsdeildarliðsins FK Obilic árið 2005 og var þar í fjóra  mánuði og tók þátt í tveimur deildarleikjum hjá félaginu.

Á næstu tveimur árum, 2006 - 2007 var hann lánaður til serbnesku 2.deildar liðanna Napredak Krusevac  ( 14 leikir og 5 mörk) og Dinamo Vranje (11 leikir og 1 mark.)
Um mitt ár 2007 var hann seldur frá Partizan Belgrad til svissneska 2.deildarliðsins AC Bellinzona. Eftir rúmt ár í Sviss (18 leikir og 3 mörk) lá leiðin aftur til Serbíu til 2.deildarliðsins FK Vozdovac.  (22 leikir og 4 mörk).  Í júlí 2009 var Marko enn á ferðinni í Serbíu og fór til FK Indija  (20 leikir og 2 mörk)

En í byrjun árs 2011 fórr Marko Andelkovic  til Ekranas í Litháen og átti þar tvö frábær ár. ( 54 leikir og 12 mörk). Varð tvöfaldur meistari með liðinu bæði árin og var kjörinn besti erlendi leikmaður félagsins frá upphafi.
Eftir tvö sigursæl ár í Litháen lá leiðin til Ísraels. Marko gekk þar til liðs við Ramat Ha Sharon og lék með því liði í efstu deild , (15 leikir og 2 mörk). Eftir eitt keppnistímabil í Ísrael snéri hann aftur til FK Ekranas og lék með liðinu eitt keppnistímabil 2013 til 2014. (22 leikir og 2 mörk)

Næst flutti Marko sig um set í Litháen og gekk til liðs við  Suduva Marijampolé, sem lék eins og FK Ekranas í efstu deild.  (10 leikir og 2 mörk)  áður en leiðin lá til Rúmeníu.

Í Rúmeníu gekk hann til liðsins Fotbal club Viitorul.  Félagið var stofnað árið 2009 af hinum heimsþekkta rúmenska knattspyrnumanni , Gheorghe Hagi.   Félagið hefur náð ótrúlegu flugi og komst í efstu deild í Rúmeníu og þremur árum.  Marko lék á síðasta ári með liðinu og kom við sögu í 12 leikjum, en náði ekki að komast á markalistann. 

Nú er það Skaginn hjá Marko Andelkovic í sumar. 

Til baka