Marteinn Örn Halldórsson semur við ÍA

27.03 2015

Markvörðurinn Marteinn Örn Halldórsson hefur samið við ÍA út tímabilið.  Hann er uppalinn hjá Fjölni og hefur leikið tvö síðustu keppnistímabil með Reyni frá Sandgerði .

Hann hefur á þeim tíma verið undir handleiðslu Guðmundar Hreiðarssonar þáverandi markamannsþjálfara hjá KR, en Guðmundur er núverandi  markmannsþjálfari hjá ÍA.

Marteinn er 24 ára gamall og kemur til með að veita þeim Árna Snæ og Páli Gísla harða samkeppni um markvarðarstöðuna.

Ástæða þess að Skagamenn sömdu við Martein, eru þrálát meiðsli Páls Gísla í vetur.

Knattspyrnufélag ÍA býður Martein velkominn til félagsins og óskar honum góðs gengis.

Til baka