Martin Hummervoll til ÍA

07.04 2016

Norðmaðurinn Martin Hummervoll er genginn til liðs við ÍA. 

 

Martin er 20 ára sóknarmaður og kemur á láni frá Viking Stavanger.  Hann lék með Keflavík seinni hluta sumarsins í fyrraí Pepsideildinni og lék þá 9 leiki og skoraði 3 mörk.  Gunnlaugur Jónsson þjálfari er afar ánægður með liðsstyrkinn. "Martin er góður sóknarmaður og verður góð viðbót við hópinn okkar.  Hann þekkir íslenskar aðstæður sem er kostur og við höfum fengið góð meðmæli með honum" segir Gunnlaugur.

 

Meistaraflokkur karla er nú í æfingaferð í Farum í Danmörku.  Martin hitti hópinn í gær og var meðfylgjandi mynd tekin af honum eftir æfingu liðsins á aðalvelli úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland.

Til baka