Megan Dunnigan og Rachel Owens til ÍA
02.02 2016Meistaraflokkur kvenna hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir sumarið. Megan Dunnigan, varnarmaðurinn sterki, einn allra besti leikmaður liðsins í fyrra, hefur ákveðið að snúa aftur og spila með liðinu í Pepsideildinni. Auk þess hefur félagið samið við miðjumanninn Rachel Owens, en þær léku saman í bandaríska háskólaliðinu Stephen F Austin State University, þar sem Rachel var fyrirliði liðsins. Báðar koma þær til landsins í mars. Þær munu án efa auka breidd hópsins hjá ungu liði ÍA.