Meistaraflokkarnir spila í kvöld

10.02 2016

Meistaraflokkur kvenna tekur á móti Stjörnunni í Akraneshöllinni í dag kl. 19. Sá leikur er liður í Faxaflóamótinu. Fyrir leikinn eru ÍA stelpur með 3 stig eftir einn sigur og tvö jafntefli en Stjörnustelpur eru í næsta sæti fyrir ofan með 6 stig. Það er ljóst að leikurinn verður erfiður, enda þarf að fara alveg aftur til ársins 2003 til þess að finna sigur hjá Skagastelpum gegn Stjörnunni. Mætum í Höllina og styðjum stelpurnar!

 

Fyrir þá sem eru á ferðinni er líka hægt að renna í Fífuna í Kópavogi þar sem meistaraflokkur karla mun mæta Breiðabliki í æfingaleik kl. 18:00. Síðasta stig strákanna gegn Blikum kom í mars 2014 en siðasti sigur í maí 2012. Æfingaleikur eða ekki, þetta er alveg verðugt verkefni.

Áfram ÍA

Til baka