Meistaraflokkslið karla og kvenna leika í Akraneshöllinni um helgina

12.02 2015

Meistaraflokkar Skagamanna í karla og kvennaflokkum verða í eldlínunni um helgina.

Stelpurnar leika gegn FH í Faxaflóamótinu á föstudagskvöld í Akraneshöllinni og hefst leikurinn kl 19:15.

Karlaliðið leikur sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum gegn Haukum og fer leikurinn fram í Akraneshöllinni á laugardagsmorguninn kl 11:15.

Stelpurnar eru að leika sinn fjórða leik í Faxaflóamótinu og eru með fjögur stig eftir þrjá leiki og eru í þriðja sæti í sínum riðli. 

Til baka