Meistaraflokkur karla: ÍA - Víkingur Ó í Höllinni á morgun

27.01 2017

Á morgun fer fram þriðji og síðasti leikur mfl.karla í riðlakeppni fótbolta.net-mótsins. Um síðustu helgi lagði liðið Grindavík með sex mörkum gegn einu. Víkingur Ólafsvík er hinsvegar andstæðingar morgundagsins en leikurinn hefst kl.11:00 í Akraneshöll.

 

Jón Þór Hauksson á von á erfiðum leik.
Víkingur hefur alltaf reynst okkur erfiður andstæðingur og á ég því von á hörkuleik á morgun. Strákarnir stóðu sig virkilega vel um síðustu helgi gegn Grindavík. Þessi leikur verður allt öðruvísi og við eigum von á að Víkingur Ó. mæti mjög grimmir til leiks. Það eru allir klárir í slaginn hjá okkur nema Páll Gísli sem er meiddur. Arnór Sig sem er úti með sænska liðinu Norrköping í æfingaferð. Hilmar Halldórs verður ekki með þar sem hann er á æfingum með U-19 landsliði karla. Nafnarnir Stefán Teitur og Stefán Ómar verða ekki með vegna meiðsla. Iain Williamson sem er í námi í Skotlandi hefur hins vegar verið með okkur í þessari viku og mun spila leikinn. Iain lítur vel út og hefur greinilega æft vel í vetur.”

 

Annars er hópurinn í góðu ástandi. Ármann Smári og Árni Snær sem eiga í slæmum meiðslum eru að vinna af krafti í sinni endurhæfingu sem gengur vel hjá þeim báðum. Það eru góðar fréttir af Guðmundi Böðvari sem sleppur við að fara í aðgerð á rist vegna álagsbrots. Hann ætti því að geta hafið æfingar með okkur eftir 4-5 vikur.”

 

Laugardagur 28.jan
Fótbolti.net-mótið
Akraneshöll
Kl.11:00

Til baka