Meistaraflokkur kvenna fær erlendan liðsstyrk
25.02 2015Meistaraflokkur kvenna hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi sumar en bandarísku leikmennirnir Morgan Glick og Megan Dunnigan munu koma til liðsins í maí. Morgan er sterkur markmaður og Megan er fjölhæfur varnarmaður. Þær koma báðar úr bandaríska háskólaliðinu Stephen F Austin State University og munu auka breidd hópsins hjá ungu liði ÍA.
Meðfylgjandi mynd er af Morgan t.v. og Megan t.h. við undirritun samninga.