Meistaraflokkur kvenna hefur leik í Faxaflóamóti

13.01 2017

Á sunnudaginn, 15. janúar, kl. 14:00 taka stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna á móti Álftanesi hér í Akraneshöllinni en um er að ræða fyrsta leik liðanna í Faxaflóamótinu. 

 

Liðin hafa ekki oft mæst á knattspyrnuvellinum en aðeins eru til á skrá 8 leikir á milli þeirra. Sjö síðustu hefur ÍA unnið með markatölunni 20-2 en fyrstii leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. 

 

En gömul tölfræði vinnur enga leiki og stelpurnar eru spenntar að hefja leik í mótinu.

 

Við hvetjum alla Skagamenn til að mæta í Höllina og hvetja stelpurnar okkar til dáða.

 

Áfram ÍA

Til baka