Meistaraflokkur kvenna heimsækir HK í Kórinn í kvöld

25.01 2017

Meistaraflokkur kvenna leikur sinn þriðja leik í Faxaflóamótinu þegar þær heimsækja sameinað lið HK/Víkings í Kórnum í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18:15. 

 

Skagastúlkur eiga að baki einn sigur og eitt tap en þetta er aðeins annar leikur HK/Víkings en þær töpuðu fyrsta leiknum gegn Keflavík.

 

Þegar horft er til fyrri viðureigna þessara liða virðist ríkja nokkuð jafnræði með þeim, 0-0 varð niðurstaðan í báðum leikjum þeirra í 1. deildinni 2015 og í ellefu skráðum leikjum hafa þau unnið sitthvora fjóra leikina og gert þrjú jafntefli.

 

Nú er kjörið að gera sér ferð í Kópavoginn og styðja stelpurnar.

 

Áfram ÍA

Til baka