Meistaraflokkur kvenna tekur á móti Keflavík

20.01 2017

Á sunnudaginn, 22. janúar kl. 16:00, tekur meistaraflokkur kvenna á móti Keflavík í Faxaflóamótinu. Bæði liðin unnu fyrsta leik sinn í mótinu og eru því jöfn að stigum fyrir leikinn.

 

Liðin hafa mæst alls sjö sinnum á síðustu tíu árum. Þar af hefur ÍA unnið fimm leiki, Keflavík einn og einu sinni hafa liðin gert jafntefli. Síðast þegar þau mættust vann ÍA 8-0. Og í fyrsta leiknum í mótinu skoruðu þessi lið samtals tólf mörk. Það er alls ekki víst að það sé gott að missa af þessum leik.

 

Við hvetjum alla til að mæta í Höllina og styðja stelpurnar!

 

Áfram ÍA

Til baka