Meistaraflokkur kvenna vann sigur í Kórnum í gærkvöldi

26.01 2017

Meistaraflokkur kvenna heimsótti HK/Víking í Kórinn í gærkvöldi í Faxaflóamótinu.


Jafnræði var með liðunum lengst af en að lokum fór svo að ÍA náði að knýja fram sigur með marki frá Bergdísi Fanneyju Einarsdóttur á 90. mínútu leiksins.


Skagastúlkur sitja eftir leikinn í efsta sæti riðilsins með 6 stig og markatöluna 10-2 en Keflavík, sem situr í öðru sætinu, á þó leik til góða og liðin munu hafa sætaskipti vinni þær hann.

Til baka