Mfl. karla tekur á móti Grindavík í Akraneshöll á morgun

20.01 2017

Í fyrramálið, laugardaginn 21. janúar, kl. 11:00 tekur meistaraflokkur karla á móti Grindavík í öðrum leik sínum í fótbolti.net mótinu. Þetta er annar leikur strákanna í mótinu, en eftir tap í fyrstu umferð eru þeir spenntir fyrir næsta verkefni og ánægðir að fá leik hér heima í Höllinni.

 

ÍA hefur unnið síðustu þrjár viðureignir liðanna í öllum keppnum með markatölunni 10-2 og á síðustu 10 árum hefur aðeins verið skráð eitt markalaust jafntefli á milli þessara liða.

 

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari, hafði þetta að segja fyrir leikinn: "Það er gaman að það er komið að fyrsta heimaleiknum á þessu ári.   Við fáum frískt Grindarvíkur lið í heimsókn sem gerði góða hluti í 1.deildinni í fyrra og það er fínt að fá loksins leik eftir rasskellinguna sem við fengum í leiknum við Stjörnuna fyrir 10 dögum."

 

Við hvetjum alla Skagamenn til að mæta í Höllina og hvetja okkar stráka til dáða.

 

Áfram ÍA

Til baka