Úr leiknum í gær.

Meistaraflokkur kvenna ÍA fallinn úr keppni í Borgunarbikarnum

12.06 2013

Meistaraflokkur kvenna ÍA tapaði í gærkvöldi 0:2 á Akranesvelli gegn liði Víkings/HK, sem leikur í efstu deild. Leikurinn var í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Gestirnir úr Víking/HK skoruðu mörk sín í sitt hvorum hálfleiknum.

"Þrátt fyrir tapið stóðu stelpurnar sig mjög vel í leiknum og léku að mínu mati betri knattspyrnu en úrvalsdeildarliðið." sagði Magnea Guðlaugsdóttir, þjálfari eftir leikinn. "Við áttum margar góðar sóknir sem við náðum því miður ekki að nýta. En stelpurnar í Víkingi/HK voru líkamlega sterkari og höfðu heldur meiri reynslu og unnu á því. Ég er stolt af stelpunum fyrir frammitsöðuna. Þær eru á réttri leið og ef marktækifærin hefðu nýst betur hefðu þær auðveldlega getað komist áfram í keppninni." sagði Magnea.

Næsti leikur hjá stelpunum verður gegn ÍR á Akranesvelli n.k. laugardag 15.júní n.k. 

Til baka