Mikilvægur heimasigur á Þrótturum

08.08 2014

Skagamenn unnu mjög góðan sigur í kvöld á liði Þróttara þegar þeir skiluðu 3-1 heimasigri og þremur stigum í hús. Um afar mikilvægan leik var að ræða í toppbaráttu 1. deildar en með sigri hefðu Þróttarar getað jafnað ÍA að stigum í 2. sæti deildarinnar og Skagaliðið gat styrkt stöðu sínu umtalsvert og náð fimm stiga forystu á næstu lið með sigri.

 

Byrjunarlið Skagamanna var þannig skipað: Árni Snær – Teitur Péturs, Arnór Snær, Ármann Smári, Darren Lough – Ingimar Elí, Arnar Már, Jón Björgvin, Eggert Kári, Hjörtur Hjartar – Garðar Gunnlaugs.

 

Þróttarar náðu forystu eftir 12 mínútur þegar leikmaður þeirra náði að skora með langskoti sem fór yfir Árna Snæ Ólafsson í markinu. Skagamenn jöfnuðu skömmu síðar þegar Hjörtur Hjartarson skoraði með góðu skoti frá vítateig sem hafði viðkomu í varnarmanni Þróttar. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Ingimar Elí Hlynsson gott færi til að koma Skagamönnum yfir en Trausti Sigurbjörnsson, gamli skagamarkvörðurinn, varði meistaralega. Rétt áður en flautað var til hálfleiks skoraði Hjörtur Hjartarson gott mark með skalla eftir fyrirgjöf frá Darren Lough.

 

Í síðari hálfleik reyndu Þróttarar að jafna metin en náðu sjaldan að ógna varnarmönnum ÍA sem voru þéttir fyrir. Skagamenn fengu nokkur marktækifæri en á síðustu mínútu leiksins kom þriðja markið þegar Andri Adolphsson lét á varnarmann og skoraði framhjá Trausta í markinu, nýkominn inn á sem varamaður. Skömmu síðar var flautað til leiksloka og Skagamenn fögnuðu frábærum 3-1 sigri sem var verðskuldaður.

 

Gunnlaugur Jónsson gerði þrjár breytingar á sínu liði í seinni hálfleiknum en Jón Vilhelm kom inn á fyrir Hjört á 76. mín leiksins, á 84. mín leiksins kom Andri Júlíusson inn á fyrir Jón Björgvin og á 90. mín leiksins kom Andri Adolphs inn á fyrir Eggert Kára.

 

Í síðustu umferðum hefur Skagaliðið sýnt mikinn karakter og baráttuvilja með góðum sigrum gegnum öflugum mótherjum. Framundan eru margir mikilvægir leikir en Skagaliðið er í góðri stöðu með fimm stiga forystu á næstu lið í deildinni. Nú þurfa strákarnir á ykkar stuðningi að halda í næstu leikjum.

 

Næsti leikur Skagamanna verður í Kórnum gegn liði HK föstudaginn 15. ágúst.

 

Sjá frekari umfjöllun um leikinn á Fótbolti.net hér: http://www.fotbolti.net/game.php?action=view_article&id=1301
Sjá viðtal við Ármann Smára fyrirliða hér: http://www.fotbolti.net/news/08-08-2014/armann-smari-holdum-afram-okkar-vegferd

Til baka