Mikilvægur leikur hjá stelpunum í kvöld
24.06 2014Oft er sagt að allir leikir séu mikilvægir en í kvöld má segja að stelpurnar eigi fyrir höndum mikilvægasta leik sinn í sumar. Þá mæta þær liði Aftureldingar í Mosfellsbænum kl. 19:15. Stelpurnar okkar eru án stiga í næst neðsta sæti en Afturelding er einnig án stiga og situr á botninum með verri markatölu. Það má því búast við baráttuleik um þau stig sem eru í boði. Allir leikmenn eru tiltækir í leikinn í kvöld og hvetjum við folk til að fjölmenna í Mosfellsbæinn og hvetja stelpurnar til sigurs!