Mikilvægur útisigur hjá stelpunum í dag

29.08 2015

Stelpurnar mættu Fjarðabyggð á Norðfjarðarvelli í úrslitakeppni 1.deildar kvenna í dag. Um fyrri leik liðanna var að ræða en ákveðið jafnræði var með liðunum framan af leik en Skagamenn fengu nokkur ágæt marktækifæri. Það var svo undir lok hálfleiksins sem stelpurnar komust yfir en þá skoraði Maren Leósdóttir gott mark. Staðan því góð fyrir ÍA í hálfleik.

 

Í seinni hálfleik stóðu okkar stelpur fyrir sínu og fengu ágæt færi. Spilamennskan var með miklum ágætum og það var á tveggja mínútna kafla sem ÍA kláraði leikinn en þá skoruðu Megan Dunnigan og Emilía Halldórsdóttir góð mörk. Staðan orðin 0-3 og Fjarðabyggð var aldrei nálægt því að minnka muninn gegn sterkri vörn ÍA. Leikurinn fjaraði svo út og mikilvægur sigur í höfn. 

 

Staðan er því góð fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Norðurálsvelli þriðjudaginn 1. september kl. 17:30 en það má aldrei vanmeta andstæðinginn. Við hvetjum Skagamenn til að mæta og styðja stelpurnar okkar í þessum leik.

Til baka