“Misstum einbeitinguna í síðari hálfleik”

20.01 2015

Við heyrðum í Gunnlaugi Jónssyni þjálfara eftir leikinn gegn Breiðablik á Fótbolta.net mótinu og báðum hann að segja okkur frá leiknum og þeim leikmönnum sem tóku þátt í honum.  

„Það var jafnræði með liðunum í fyrr hálfleik í Fífunni í gær en heimamenn voru þó meira með boltann.  Það stefndi allt í markalausan fyrri hálfleik þegar Skagamenn misstu boltann illa á miðjunni og Andri Rafn Yeoman komst einn í gegn og skoraði fyrsta mark leiksins 1-0 fyrir Breiðablik í hálfleik.
Blikarnir tóku svo öll völd í seinni hálfleik og fiskuðu víti á 50 mín sem Árni Snær varði meistaralega en þeir bættu við 2 mörkum og lokatölur 3-0 sigur heimanna staðreynd.  ÍA liðið náði sér ekki á strik á laugardaginn en það hafi helst verið Árni Snær og Gylfi Veigar sem sýndu sitt rétt andlit.“

Breiðablik-ÍA 3-0

Byrjunarlið:
Árni Snær
Sindri Snæfells - Gylfi Veigar - Guðlaugur Brandsson - Aron Ingi Kristinsson
Þórður Þ Þórðar - Arnar Már Guðjóns - Hallur Flosason - Jón Vilhelm Ákason
Ásgeir Marteins - Garðar Gunnlaugs

Varamenn:  
Eggert Kári Karls - Jón Vilhelm (60 mín)
Árni Þór Árnason - Sindri Snæfells (60 mín)
Steinar Þorsteinsson - Þórður ÞÞ (70mín)
Albert Hafsteinsson - Garðar Gunnlaugs (75 m)
Oliver Darri Bergmann - Aron Ingi (80mín)

Aron Ingi 16 ára spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði mfl og Árni Árna sinn fyrsta mfl leik

Ónotaðir varamenn
Páll Gísli Jónsson
Ólafur Valur Valdimarsson

Fjarverandi:
Ármann Smári, Arnór Snæ og Ingimar Elí Hlynsson vegna meiðsla.  Teitur Pétursson vegna veikinda.
Darren Louch kemur til landsins í lok janúar mánaðar.


Næsti leikur er gegn FH laugardaginn 24 jan kl: 11:15 í Akraneshöllinni.

 

Til baka