“Náðum okkur ekki á strik” sagði Arnar Már Guðjónsson

18.01 2015

„Við náðum okkur einfaldlega ekki á strik í leiknum gegn Blikum.  Það var jafnræði með liðunum svona fyrsta stundafjórðunginn en svo náðu þeir undirtökunum og héldu þeim til leiksloka“ sagði Arnar Már Guðjónsson eftir leik  Skagamanna gegn Blikum sem fram fór í Fífunni í Kópavogi á laugardagsmorgun.

Staðan í hálfleik var 1:0 og í síðari hálfleik bættu Blikar við tveimur mörkum og sigruðu 3:0. Auk þess sem Árni Snær Ólafsson varði vítaspyrnu í leiknum.

„Við fengum nokkur  hálffæri , sem ekki nýttust.  Þjálfararnir gerðu síðan breytingar á liðinu og flestir fengu að spreyta sig í leiknum.  Þetta eru nú einu sinni æfingaleikir og undirbúningur fyrir átök sumarsins, en þá ætlum við að verða klárir til leiks.  Við stöldrum ekki lengi við þetta og höldum áfram. „ sagði Arnar Már Guðjónsson.

Lokaleikurinn í riðlinum er gegn FH í Akraneshöllinni næstkomandi laugardag.

Til baka