Naumt tap á Akureyri hjá Stelpunum

26.08 2014

Skagastúlkur mættu öflugu liði Þórs/KA á Akureyri í kvöld.  Lokatölur urðu 1:0 Þór/KA í vil en sigurmarkið var skorað á 61.mín leiksins.  Leikurinn var jafn og spennandi og stóðu stelpurnar okkar svo sannarlega í hárinu á andstæðingum sínum í kvöld.  Þór/KA voru meira með boltann en okkar stelpur vörðust vel og beittu skyndisóknum þegar færi gafst á.  Leikplanið heppnaðist vel en eins og oft áður í sumar vantaði herslumuninn á að ná stigi eða stigum úr þessum leik.  Þór/KA er áfram í 3ja sæti deildarinnar með 27 stig en Skagastúlkur á botninum með 1 stig.

Næsti leikur er heimaleikur gegn Aftureldingu á Norðurálsvellinum miðvikudaginn 3. september.

Viðtal við Möggu Áka aðstoðarþjálfara á Fótbolti.net er hér:  http://fotbolti.net/news/26-08-2014/margret-elsti-leikmadur-er-22-ara

Til baka