Naumt tap gegn Fylki

21.07 2014

Stelpurnar mættu sterku liði Fylkis í kvöld í blíðskaparveðri í Árbænum.  Leiknum lyktaði með 1:0 sigri Fylkis sem skoruðu sigurmarkið á 43.mín.  Okkar stelpur spiluðu vel í dag og í heild sinni var þetta besti leikur liðsins í sumar. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og okkar stelpur áttu nokkrar góðar sóknir og færi til að jafna leikinn, en inn vildi boltinn ekki.  Liðið í dag var þannig skipað:  Caitlin, Eyrún, Valdís, Laken, Heiðrún, Birta, Gréta, Bryndís, Unnur, Maren og Guðrún K.  Ingunn og Margaret komu inná á 61.mín fyrir Unni og Bryndísi, en Ingunn var að spila sinn síðasta leik í sumar þar sem hún er að flytja búferlum erlendis.  Veronica kom svo inná fyrir Birtu á 83.mín.

Nánari umfjöllun um leikinn er á Fótbolti.net :  http://fotbolti.net/game.php?action=view_game&id=1259

Viðtal við Þórð þjálfara:  http://fotbolti.net/news/21-07-2014/thordur-thordar-stodu-sig-vel-a-moti-thessum-trukkum

Viðtal við Guðrúnu Karítas:  http://fotbolti.net/news/21-07-2014/gudrun-karitas-vantadi-ad-klara-faerin-og-skjota-a-thoru

 

Næsti leikur stelpnanna er heimaleikur gegn FH þriðjudaginn 29.júlí.

Til baka