Norðurálsmótið á Akranesi 2015

10.06 2015

Ágætu bæjarbúar!

Framundan er Norðurálsmótið fyrir 7. flokk karla en það verður haldið 19. - 21. júní. Þetta mót er einn stærsti viðburður sem haldinn er á Akranesi, keppendur, þjálfarar og fararstjórarar eru rúmlega 2.000 og því má gera ráð fyrir um 5.000 manns í bæinn okkar í tengslum við mótið. Svona mót er ekki haldið án fyrirhafnar. Allir foreldrar sem eiga börn í fótbolta leggja á sig heilmikla vinnu til að allt geti gengið upp og upplifun gestanna okkar verði sem best. Ár eftir ár fáum við að heyra að viðmót og gestrisni heimamanna hafi verið þannig að eftir sé tekið og fyrir það erum við hjá KFÍA afskaplega þakklát.

Margir hafa gaman af því að vinna í kringum íþróttamót þó að þeir eigi engin börn sem æfa. Við tökum öllum fagnandi sem vilja leggja okkur lið og vera sjálfboðaliðar á mótinu.

Þeir sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar geta sent tölvupóst á kfia@kfia.is eða hringt í síma 4331109.

Bestu kveðjur,
starfsmenn og stjórnir Knattspyrnufélags ÍA.

Til baka