Norðurálsmótið er í fullum gangi um helgina

11.06 2016

Norðurálsmótið stendur nú yfir og hefur gengið virkilega vel fyrir sig. Ungir iðkendur víðs vegar af landinu og frá Grænlandi hafa spilað fjölda leikja síðustu daga og lagt sig alla fram. Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með þessum ungu strákum vera sínum félögum til sóma. Gríðarlegur fjöldi gesta hefur fylgt strákunum og hefur allt gengið vel fyrir sig. Má með sanni segja að íbúafjöldi Akraness nær tvöfaldist um helgina þegar mótið er í gangi. 


Hér má sjá myndir frá föstudeginum, https://www.youtube.com/watch?v=hDyKEx4z9f0&feature=youtu.be og hér eru myndir frá laugardeginum, https://www.youtube.com/watch?v=7JCYTD5nHHY

 

Á morgun er síðasti dagur Norðurálsmótsins og hvetjum við alla til að líta við og styðja þessa ungu og efnilegu stráka.

Til baka