Norðurlandamót U17 karla í Svíþjóð

04.09 2015

Eins og við greindum frá í lok júlí var Arnór Sigurðsson fulltrúi okkar Skagamanna með U17 ára landsliði karla á Norðurlandamóti í lok júlí.


Ísland var þar í riðli með gestgjöfum Svía, Bandaríkjamönnum og Færeyingum. Ísland hafnaði í öðru sæti riðilsins eftir sigur gegn Bandaríkjunum og Færeyjum en tap gegn Svíum sem unnu alla sína leiki á mótinu. Í framhaldinu mætti Ísland Danmörku í leik um 3. sæti á mótinu og hafði betur þar eftir æsispennandi vítaspyrnukeppni.


Arnór náði sér í mikilvæga reynslu á mótinu en hann kom við sögu í þremur af fjórum leikjum liðsins og skoraði tvö mörk, annað þeirra í vítaspyrnukeppni gegn Dönum. Arnór er einn af þessum efnilegu ungu leikmönnum sem við höfum hjá okkur en hann er um þessar mundir einnig að stíga sín fyrstu skref inn í meistaraflokk karla.


Frekari fréttir um leiki liðsins er að finna á vef KSÍ:
http://www.ksi.is/landslid/nr/12718
http://www.ksi.is/landslid/nr/12720
http://www.ksi.is/landslid/nr/12721
http://www.ksi.is/landslid/nr/12725
http://www.ksi.is/landslid/nr/12732
http://www.ksi.is/landslid/nr/12733

Til baka