Nú geturðu keypt miða á völlinn í símanum

07.05 2015

Knattspyrnufélag ÍA hefur gerst aðili að Pyngjunni sem er smáforrit fyrir snjallsímagreiðslur.  Til að byrja með bjóðum við aðeins upp á miða á heimaleiki í PEPSI-deild karla en í framtíðinni er mögulegt að fleira verði í boði, s.s. tilboð í sjoppunni og  miðar í 1. deild kvenna.


Til þess að nýta sér þessa leið þarf að gera eftirfarandi:

1. Sækja forritið í símann – en það fæst ókeypis í Apple App Store og Google Play Store. Pyngjan virkar í Android símum með stýrikerfi 2.3.8 og nýrra og í iPhone með stýrikerfi iOS 5.0 og nýrra
2. Ræsa forritið – fylgja þarf leiðbeiningum við uppsetningu. Samþykkja notendaskilmála, skilgreina aðgangsorð (valkvætt), skilgreina greiðslukort (nauðsynlegt til þess að hægt sé að greiða með forritinu).
3. Velja söluaðila og þar undir ÍA-Knattspyrna. Neðst í valmyndinni þar er hægt að velja „Miðar á heimaleiki mfl.ka.“ og fylgja svo ferlinu skref fyrir skref.
4. Við innganginn á völlinn þarf að fara í „Miðar“ í aðalvalmynd og smella á miðann þar undir „Ónotaðir miðar“. Til að nota miðann þarf að sýna starfsmanni við inngang miðann og smella þá á „Nota miða“. Þá hefst niðurtalning og miðinn verður gildur. ATH. Ekki smella á „Nota miða“ fyrr en þú ert komin/n til vallarstarfsmanns. Niðurtalningin varir aðeins í 1 mínútu, en eftir það er miðinn ógildur og ekki hægt að nota hann til að komast inn á völlinn.

Rétt er að geta þess að ýmsir aðrir aðilar nýta sér þessa greiðsluleið s.s. önnur lið í PEPSI-deildinni, Hamborgarafabrikkan, Kaffitár, Tölvutek og fleiri. Þó er um nýja greiðsluleið að ræða og þeim mun ábyggilega fara fjölgandi.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar má finna hér: http://www.dhs.is/

Til baka