Nú styttist í árgangamótið!

31.10 2016

Hið margrómaða árgangamót Knattspurnufélags ÍA verður haldið laugardaginn 12. nóvember næstkomandi. Þá muna margar landsfrægar (og þótt víðar væri leitað) kempur reima á sig takkaskóna og sýna það og sanna á knattspyrnuvellinum að hugurinn er samur og fyrr.  Það verður pottþétt hart barist og ef þú ert ekki sjálfur/sjálf að fara að keppa þá er næsta víst að það er laus staða í stuðningsmannaliði þíns árgangs.

 

Þegar boltinn er hættur að rúlla fara leikar að æsast og við tekur Rejúníjon árgangamótið, en það verður stærra og flottara en nokkru sinni fyrr. Húsið opnar kl. 19:00 með happy hour á barnum en dagskráin hefst stundvíslega kl. 20 og verður stjórnun hennar í traustum höndum Rúnars Freys og Gunna Hans en um kl. 23:00 munu Stefán Hilmarsson og Stuðlabandið taka við keflinu og halda uppi rífandi stuði fram eftir nóttu.  Í matinn verður smáréttahlaðborð frá Galito.

 

Þetta verður alveg eðalskemmtun - ekki missa af þessu!

 

Verð:

Árgangamót, matur og ball       7.500 kr.

Matur og ball                               6.000 kr.

Árgangamót eingöngu              4.000 kr.

Ball frá kl. 23:00                          3.000 kr.

 

Forsala miða á skemmtikvöld og ball er hafin í Versluninni Nínu og einnig á skrifstofu félagsins.

Það má einnig millifæra á reikning félagsins, 552-14-416070 kt. 500487-1279 fyrir mótinu, skemmtikvöldi og balli en þá þarf að muna eftir að setja í skýringu fyrir hvern er greitt og senda kvittun á skrifstofa@kfia.is

Form fyrir borðapantanir er að finna hér

 

Nánari upplýsingar veitir Hulda Birna Baldursdóttir í síma 862-6700 eða í tölvupósti á hulda@kfia.is

Til baka