Ný heimasíða í loftið

16.07 2014

Fyrir leik ÍA og KA 15. júlí var tekin í notkun ný heimasíða KFÍA.  Eldri síða var komin nokkuð til ára sinna og komin tími á fríska uppá útlitið.

 

Það sem er þó mest um vert á nýrri síðu að þar er sögu Knattspyrnunnar á Akranesi gerð gríðarlega góð skil.  Búið er að koma upplýsingum sem Jón Gunnlaugsson hefur safnað allt frá 1946 fram til dagsins í dag á vefinn.  Er um að ræða alla leiki félagsins í karlaboltanum, alla leikmenn sem hafa leikið þessa leiki, greinar úr blöðum, myndir og myndbönd frá þessum leikjum.  Unnið er að því að safna sambærilegum upplýsingum um kvennaboltann og vonandi koma þær inn fyrr en síðar.

 

Þessi gríðarlegi fjársjóður sem Jón hefur haldið utanum er nú sýnilegur öllum, það er leitun að annarri eins sögu og upplýsingum um hana bæði hérlendis sem erlendis.

 

KFÍA vil þakka Jóni og Stefáni syni hans fyrir þá miklu vinnu sem þeir hafa sett í verkefnið.  Það er hverju félagi eins og KFÍA mikill fengur að hafa slíka áhugamenn um skráningu sögunnar innan sinna vébanda.

 

Einnig vil KFÍA færa Akraneskaupsstað þakkir fyrir sinn stuðning við verkefnið.

 

Aðdáendur knattspyrnunnar á Akranesi og áhugafólk um knattspyrnu eru hvatt til að kynna sér söguna með því að skoða 'Sagan' og 'Leikmenn' hér að ofan og til hliðar.  Með því að smella á leikmann er hægt að sjá alla leiki viðkomandi og gögn tengdum honum, myndir, myndbönd og greinar.  Einnig er hægt að velja ákveðin ár undir Sagan->Leikir Karlar/Konur og sjá þar alla leiki sem leiknir voru og upplýsingar tengdum þeim leikjum.

 

Einnig auglýsum við eftir myndum og myndböndum (VHS) af leikjum, leikmönnum eða öðru tengt sögu félagsins sem ættu erindi inná síðuna.  Sérstaklega efni eldra en 1992.

Til baka