“Okkar besti leikur í vetur” sagði Unnur Ýr Haraldsdóttir

26.03 2015

„Þetta var tvímælalaust okkar besti leikur í vetur,“ sagði Unnur Ýr Haraldsdóttir en hún skoraði bæði mörk Skagastelpna í frábærum 2:1 sigri gegn úrvalsdeildarliði Vals í Lengjubikarnum  í Akraneshöllinni á þriðjudagskvöld.

„Við héldum skipulagi okkar mjög vel í leiknum. Þrátt fyrir það að við fengum á okkur mark snemma leiks vorum við einbeittar áfram og uppskárum samkvæmt því.“

Eins og áður sagði náði Valur forystunni á 17.mínútu , en 38.mínútu leiksins fengu Skagastelpur vítaspyrnu, sem Unnur Ýr skoraði úr og jafnaði leikinn.
Á 62.mínútu kom svo sigurmarkið.  „Við vorum búnar að sækja töluvert á þær á þessum tíma,“ sagði Unnur Ýr.  „Það kom fyrirgjöf fyrir markið eftir innkast.  Ég náði að taka boltann niður og afgreiða hann í markið, sem reyndist sigurmark leiksins.“

Unnur  Ýr sagði að baráttan í 1.deildinni í sumar legðist vel í sig og stelpurnar væru staðráðnar í því að standa sig og endurheita sæti sitt í deild þeirra bestu að nýju.

Til baka