Páll Gísli framlengir við ÍA

31.10 2014

Markmaðurinn Páll Gísli Jónsson hefur framlengt samning sinn við Skagaliðið um eitt ár. Það eru mikil gleðitíðindi að markmaðurinn öflugi ætli sér taka allavega næsta ár með félaginu enda er Páll einn af reyndustu leikmönnum Skagaliðsins en hann á að baki rúmlega 120 keppnisleiki með meistaraflokk félagsins.

Palli var ánægður með samninginn þegar við ræddum við hann nú í morgunsárið: „Já ég er bara virkilega ánægður með að hafa framlengt samning minn við félagið. Ég ætla mér að taka slaginn með liðinu í Pepsi-deildinni á næsta ári auk þess sem ég mun koma meira inn í markmannsþjálfun hjá félaginu, bæði hjá meistaraflokk og yngri flokkum félagsins. Það eru því bara spennandi tímar framundan sem ég hlakka til að takast á við.“

Heimasíða félagsins fagnar þessu tíðindum og óskar báðum aðilum til hamingju með samkomulagið.

Til baka