Pepsi-deild karla: Maður leiksins gegn Fylki

21.05 2016

Áhorfendur völdu Albert Hafsteinsson sem mann leiksins eftir jafnteflið gegn Fylki í dag og hann fékk að launum verk frá listakonunni TInnu Rós. Tinna Rós er fædd á Akranesi árið 1982 og hefur frá ungum aldri verið áhugasöm um alls konar myndlist og tréföndur. Hún fór í fornámsdeild Myndlistaskólans á Akureyri og hefur lokið fyrsta árinu í fagurlistadeild en stefnir í framhaldinu á mastersnám. Verk hennar eru til sölu í Gallerí Urmul á Akranesi en einnig heldur hún úti verslun á Kisanum (http://www.kisinn.is/tinnaroyal). Jafnframt er hún með síðu á facebook undir nafninu Tinna Royal.
 

Við þökkum Tinnu Rós innilega fyrir hennar framlag en á meðfylgjandi mynd má sjá Bjarnheiði Hallsdóttur stjórnarmann ÍA afhenda Alberti verkið.

Til baka