Pepsideild karla: ÍA heimsækir Hlíðarenda

30.09 2016

Meistaraflokkur karla heimsækir Val á Hlíðarenda á morgun kl. 14:00 í síðustu umferð Pepsideildarinnar 2016.

 

Hlutskipti liðanna í síðustu umferð var heldur ólíkt, ÍA vann góðan sigur á Breiðabliki og bætti þar með stigasöfnun sína frá því síðasta sumar á sama tíma og Valur mátti þola 4-0 skell úti í Vestmannaeyjum gegn ÍBV.

 

Sumir vilja meina að þessi lið hafi lítið að spila fyrir, en þau sitja fyrir leikinn í 6. og 7. sæti deildarinnar. Það er hins vegar alveg ljóst að Skagastrákar vilja vinna þennan leik, eins og alla aðra. Af því að 34 stig eru betri en 31. Af því að sjötta sætið er betra en það sjöunda. Af því að Garðar gæti þurft að bæta við marki/mörkum til að tryggja sér gullskóinn (engin pressa). Og sennilega 1001 önnur ástæða í viðbót...

 

Við hvetjum alla Skagamenn til þess að leggja leið sína á Hlíðarenda á morgun, slútta fótboltasumrinu með strákunum og styðja þá til sigurs.

 

Áfram ÍA!

Til baka