Pepsideild karla: ÍA-Breiðablik á Norðurálsvelli

23.09 2016

Síðasti heimaleikur sumarsins hjá meistaraflokki karla í Pepsideildinni verður á sunnudaginn kl. 14:00. Gestirnir verða frá Breiðabliki. Skagamenn unnu fyrri leik liðanna í júlí en það var fyrsti sigur liðsins á Breiðabliki síðan 2012. Strákarnir okkar hafa að sjálfsögðu fullan hug á að bæta sigrum í safnið og stigum á töfluna.

 

Maður leiksins fær málverk eftir Jóhönnu Vestmann frá Akranesi.Hún hefur sótt námskeið í Myndlistaskóla Reykjavíkur síðastliðin 4 ár hjá Hlíf Ásgrímsdóttur. Hún hefur haldið margar samsýningar, og hún notar mest acrýl og olíu í sín verk. Þetta glæsilega verk sem maður leiksins fær er skírsktotun til gamalla húsa á Akranesi og auðvita Akrafjallið í baksýn.

 

Deginum er vel varið á Norðurálsvellinum að styðja strákana okkar til sigurs.

 

Áfram ÍA

Til baka