Pepsideild karla: ÍA - Valur á Norðurálsvelli

16.07 2016

Annað kvöld, sunnudaginn 17. júlí kl. 19:15, tekur meistaraflokkur karla hjá ÍA á móti Valsmönnum í Pepsideildinni. Fyrir leikinn eru Skagamenn í 8. sæti í deildinni en Valur í því 6., þrátt fyrir það er aðeins eitt stig sem skilur liðin að. 

 

Strákarnir okkar koma inn í leikinn eftir þrjá sigurleiki í röð og það er alveg ljóst að þeir munu leggja sig alla fram um að halda sigurgöngunni áfram. 

 

Að vanda verður maður leiksins valinn og fær listaverk að gjöf. Gefandi verksins að þessu sinni er Aldís Petra Sigurðardóttir sem er fædd og uppalin a Skaganum. Hún er útskrifuð af myndlistarbraut í fjölbrautafskólanum í Breiðholti, eftir útskrift komst hún inn í myndlistardeild Listaháskóla ísland og var þar í 1 ár og ákvað í kjölfarið að skipta yfir í vöruhönnunardeild Listaháskóla íslands þar sem hún er búin með 1 ár. Hún er stoltur stuðningsaðili fótboltans á skaganum og æfði þar fótbolta í mörg ár.

 

Við hvetjum alla Skagamenn til að mæta á völlinn og hvetja strákana til dáða.

 

Áfram ÍA! 

Til baka