Pepsideild karla: ÍA -Víkingur Reykjavík á Norðurálsvelli

28.08 2016

Í dag, sunnudaginn 28. ágúst, mætast ÍA og Víkingur R á Norðurálsvelli í 17. umferð Pepsideildar karla. Leikurinn fer fram kl. 18:00.

 

ÍA er fyrir leikinn í 6. sæti með 25 stig en Víkingar stigi og sæti neðar.

 

Maður leiksins verður valinn venju samkvæmt og fær púða eftir Borghildi Jósúadóttur. Borghildur hefur kennt við Grundaskóla síðan haustið 1984 mest stærðfræði og textíl.Jafnframt því að kenna stundar hún meistaranám við menntavísindasvið Háskóla Íslands í náms- og kennslufræði með áherslu á textíl. Borghildur hefur mikinn áhuga á munstrum og hefur tekið mikið af myndum af sprungnum gangstéttarhellum í gegnum tíðina og alltaf langað til að vinna eitthvað meira með þá hugmynd. Síðastliðið haust tók hún þátt í samsýningunni "Lítum okkur nær" á Vökudögum og lét verða af því að vinna munstur út frá gangstéttarhellunum. Hún hélt síðan áfram að vinna með þessa hugmynd og púðinn er hluti af lokaverkefni hennar á námskeiði H.Í. Munstrið á púðanum er sprungin gangstétt á Vesturgötunni á Akranesi.

 

Nú eru strákarnir okkar í dauðafæri að lyfta sér lengra upp töfluna. Skagamenn, fjölmennum á Norðurálsvöllinn og knýjum fram ÍA-sigur.

Til baka