Pepsideild karla: ÍA fær Víking Ólafsvík í heimsókn

13.08 2016

Næstkomandi mánudag, 15. ágúst, fær meistaraflokkur karla hjá ÍA Víking Ólafsvík í heimsókn í Pepsideildinni. Leikurinn hefst kl. 18:00.

 

Búast má við miklum baráttuleik en fyrir hann sitja liðin í 8. og 9. sæti deildarinnar en aðeins eitt stig skilur þau að. Bæði hafa þau átt aðeins erfitt uppdráttar í síðustu leikjum, okkar menn hafa nú tapað tveimur leikjum í röð en Víkingur þremur. Við höfum fulla trú á því að með góðum stuðningi geti strákarnir okkar fundið aftur liðsheildina sem var til staðar í sigurleikjunum fimm þar á undan.

 

Eins og alltaf mun maður leiksins verða valinn í lok leiksins og hlýtur hann að þessu sinni flottan púða eftir Eygló Gunnarsdóttir sem hefur verið kennari við Grundaskóla frá 1985. Hún hefur sótt fjölda námskeiða í tengslum við textílvinnu og hefur sótt s.l.tvo vetur kúrsa í Háskóla Íslands. Hún var ein af stofnendum List og handverksfélag Akranes 2010.Hún selur vöru sína í Gallerí Urmull á Akranesi undir merkinu gló-ey.

 

Mætum öll gul og glöð á völlinn á mánudaginn, þinn stuðningur skiptir mál.

Áfram ÍA!

Til baka