Pepsideild karla: Maður leiksins gegn Fjölni

12.05 2016

Áhorfendur völdu Arnór Snæ Guðmundsson sem mann leiksins eftir sigurinn á Fjölni í kvöld og hann fékk að launum  verkið "Tilvera" sem er grafíkverk, einþrykk eftir Áslaugu Benediktsdóttur.

Áslaug stundaði myndlistarnám í Myndlistaskóla Reykjavíkur og Myndlistaskóla Kópavogs . Auk þess hefur hún farið á fjölmörg námskeið m.a. í Grafik og í Holbæk Kunshöjskole í Danmörku. Áslaug hefur einnig kennt myndlist og verið með námskeið á eigin vegum. Áslaug flutti á Akranes í fyrrasumar og hún er ásamt fleirum með aðstöðu í Samsteypunni á Mánabraut 30, en þar eru verk hennar til sýnis og sölu.

 

Við þökkum Áslaugu innilega fyrir hennar framlag en á meðfylgjandi mynd má sjá listakonuna, ásamt Magnúsi Guðmundssyni formanni stjórnar ÍA, afhenda Arnóri Snæ verkið.

Til baka