Pepsideild karla: Maður leiksins var Guðmundur Böðvar Guðjónsson

28.08 2016

Guðmundur Böðvar Guðjónsson var valinn maður leiksins fyrr í kvöld þegar ÍA lagði Víking Reykjavík í Pepsideildinni í kvöld. Þetta var þriðji leikur Guðmundar Böðvars síðan hann kom aftur til ÍA frá Fjölni.

 

Hann fékk að launum púða eftir listakonuna Borghildi Jósúadóttur. Hún hefur kennt við Grundaskóla síðan 1984, mest stærðfræði og textíl. Borghildur hefur mikinn áhuga á mynstrum og hefur nú verið að vinna mikið með myndir sem hún hefur tekið af sprungnum gangstéttarhellur og nýtt við sína sköpun. Púðinn á myndinni er gerður eftir mynd af sprunginni gangstétt á Vesturgötunni á Akranesi. ´Við þökkum Borghildi innilega fyrir hennar framlag.

 

Á myndinni má sjá Borghildi afhenda Guðmundi Böðvari púðann.

Til baka