Pepsideild karla: Skagamenn heimsækja Fylki í kvöld kl. 18:00
22.08 2016Meistaraflokkur karla mætir Fylki í Árbænum í Pepsideild karla í kvöld. Leikurinn hefst kl. 18:00
Með sigri geta okkar menn lyft sér úr sjöunda sæti og upp í fimmta eða sjötta sæti eftir því hvernig aðrir leikir spilast.
Við höfum trú á verkefninu, aðeins einu sinni á síðustu þrettán árum hafa Skagamenn farið stigalausir heim frá Fylkisvelli, þó jafnteflin séu raunar ærið mörg. Samt sem áður er ekkert gefið í boltanum, það þarf að berjast fyrir öllum stigum og það ætla strákarnir að gera í kvöld. Það er sólskin og ennþá sumar og við hvetjum Skagamenn til að fjölmenna í Árbæinn og styðja strákana okkar til sigurs.
Áfram ÍA!