Pepsideild karla: Þórður Þorsteinn Þórðarson maður leiksins

16.08 2016

Meistaraflokkur karla vann í kvöld góðan sigur á Víkingi Ólafsvík og lyftu sér í leiðinni upp um tvö sæti, upp í 6. sæti deildarinnar.

 

Maður leiksins var valinn Þórður Þorsteinn Þórðarson, en hann skoraði m.a. fyrsta mark ÍA í leiknum. Hann fékk að launum þennan fallega púða eftir textíllistakonuna og kennarann Eygló Gunnarsdóttur, en áhugasamir geta keypt verk eftir hana hjá Gallerý Urmul á Akranesi undir merkinu Gló-ey. Við þökkum Eygló kærlega fyrir hennar framlag.

 

Á myndinni má sjá Eygló afhenda Þórði púðann en Magnús Guðmundsson, stjórnarformaður Knattspyrnufélags ÍA er með þeim á myndinni.

Til baka