Pepsideild karla: Útileikur gegn Stjörnunni í kvöld

19.09 2016

Strákarnir okkar í meistaraflokki karla fara í heimsókn í Garðabæinn í kvöld kl. 20:00. Eftir tvö svekkjandi töp í röð er alveg ljóst að okkar menn hungrar í að bæta stigum á töfluna. 

 

Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að mæta í Garðabæinn í kvöld, láta vel í sér heyra og styðja strákana okkar aftur á sigurbraut.

 

Hér má finna skemmtilega upphitun fyrir leikinn: Skagamenn - gulir og glaðir

 

Áfram ÍA

Til baka