Pepsideild kvenna: Aníta Sól var valin maður leiksins

25.08 2016

Aníta Sól Ágústsdóttir þótti standa sig best í leik ÍA og Fylkis á Norðurálsvellinum í gærkvöldi, en leikurinn tapaðist naumlega.  Hún hlaut að launum þessa flottu mynd eftir listakonuna Ingu Björgu Sigurðardóttur. Inga Björg komst ekki sjálf til þess að afhenda myndina en hér má sjá Harald Ingólfsson, framkvæmdastjóra KFÍA, afhenda Anítu Sól myndina. Við kunnum Ingu Björgu hinar bestu þakkir fyrir hennar framlag.

 

Í hálfleik var 7 manna liði 4. flokks kvenna afhent verðlaun en þær urðu Íslandsmeistarar með sannfærandi hætti, unnu átta af níu leikjum í sumar. Meðfylgjandi er mynd af þeim að hampa bikarnum og þjálfari þeirra, Skarphéðinn Magnússon fylgist með. Til hamingju stelpur!

 

Það var brakandi blíða á Norðurálsvellinum í gær og aðsóknin með mesta móti. Við þökkum þeim sem komu kærlega fyrir og vonumst til að sjá sem flesta á næsta leik, þetta er ekki búið fyrr en eftir 5 leiki og stuðningurinn er mikils virði.

 

Áfram ÍA!

Til baka