Pepsideild kvenna: ÍA-Selfoss á Norðurálsvelli

23.05 2016

Þá er komið að þriðja leik sumarsins hjá stelpunum okkar í meistaraflokki kvenna. Liðið er enn án stiga og von er á erfiðum andstæðingum í heimsókn frá Selfossi á Norðurálsvöllinn á morgun, þriðjudaginn 24. maí, kl. 19:15. 

 

Það er Bjarni Þór Bjarnason listamaður með meiru sem gefur málverk handa manni leiksins hjá ÍA. Bjarna Þór þarf svo sannarlega ekki að kynna fyrir Skagamönnum og hann  hefur löngum stutt höfðinglega við bakið á Knattspyrnufélagi ÍA.
Bjarni þór er með Galleri hér á Akranesi á Kirkjubraut 1 þar sem hægt er að kíkja við og skoða verkin hans og sjá listamanninn sjálfan að störfum.

Við þökkum Bjarna Þór kærlega fyrir stuðninginn.

 

Nú þurfa stelpurnar á þínum stuðningi að halda sem aldrei fyrr.

 

Allir á völlinn og ÁFRAM ÍA!!!

Til baka