Pepsideild kvenna: ÍA - Breiðablik á Norðurálsvelli í kvöld

13.07 2016

Það er ekki langt á milli leikja þessa dagana og í kvöld, kl. 19:15, taka stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna á móti Breiðabliki. Það er ljóst að það verður gríðarleg áskorun að freista þess að halda aftur af gestunum, en þær sitja fyrir leikinn í efsta sæti deildarinnar og hafa enn ekki tapað leik. 

 

Sá leikmaður ÍA sem stendur sig best í kvöld fær þetta flotta listaverk frá Elísabetu Ragnarsdóttur (Lísu) að launum. Hún er skjúkraþjálfari á Höfða og hefur buið á Skaganum síðan 1996.

 

Við hvetjum alla sanna Skagamenn til þess að mæta á völlinn og styðja stelpurnar okkar.

 

Áfram ÍA!

Til baka