Pepsideild kvenna: ÍA - Stjarnan á Norðurálsvellinum á morgun

05.09 2016

Baráttan fyrir áframhaldandi veru í Pepsideildinni heldur áfram á morgun, þriðjudaginn 6. september, þegar stelpurnar okkar taka á móti Stjörnunni hér á Norðurálsvellinum. Leikurinn hefst kl. 17:30.

 

Það er ljóst að hvorugt lið hefur efni á að gefa neitt eftir en Stjarnan situr fyrir leikinn á toppi deildarinnar með aðeins tveggja stiga forskot á Breiðablik á meðan Skagastúlkur eru fyrir leikinn tveimur stigum á eftir fyrsta liði fyrir ofan fallsvæðið.

 

Stelpurnar þurfa allan okkar stuðning, mætum öll á Norðurálsvöllinn og tökum þátt í baráttunni.

 

Venju samkvæmt höfum við fengið listamann til samstarfs við okkur við að verðlauna mann leiksins. Að þessu sinni mun hún hljóta verkið á meðfylgjandi mynd eftir listakonuna Nínu Áslaugu Stefánsdóttur. Nína er með vinnustofu í Kópavogi, ásamt sjö öðrum, en Skagamenn þekkja hana auðvitað sem Nínu í samnefndri verslun við Kirkjubrautina. Næsta kynslóð rekur nú verslunina og auglýsir á búningum félagsins.

 

Áfram ÍA!

Til baka