Pepsideild kvenna: ÍA – KR og stoltið að veði

29.09 2016

Á morgun, föstudaginn 30. september kl. 16:00, fer fram allra, allra, síðasti heimaleikur sumarsins þegar stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna taka á móti KR í lokaumferð Pepsideildarinnar. KR-stúlkur eiga enn möguleika á því að bjarga sér frá falli en þurfa þá að minnsta kosti eitt stig og helst þrjú stig út úr leiknum. Það sama má því miður ekki segja um okkar stelpur en í síðustu umferð varð ljóst að það yrði þeirra hlutskipti að leika í endurbættri 1. deild næsta sumar.

 

Stelpurnar hafa þegar bætt stigasöfnunina frá síðustu tveimur skiptum sem við áttum lið í efstu deild og sigur í síðasta leik myndi tryggja flest stig í efstu deild á þessari öld. Við vonum að sem flest ykkar sjáið ykkur fært að byrja helgina snemma á morgun, koma við hjá okkur á Norðurálsvellinum og styðja stelpurnar til sigurs í síðasta leiknum í Pepsideildinni - í bili.

 

Eins og alltaf munum við velja mann leiksins og tilkynna í leikslok. Drífa Gústafsdóttir frá Akranesi gefur manni leiksins þetta fallega listaverk "fífurnar" sem er úr íslenskri ull og steinum úr náttúru Íslands. Hún er með mastergráðu í skipulagsfræði frá LBHÍ. BS gráðu í umhverfisskipulagi A.P.M.E. í verkefnastjórnun og keramikhönnun frá MíR. Hún er með vinnustofu í Samsteypunni og er allhliða listamaður td í skúlptúrgerð,keramik og myndlis. Er hægt að nálgast verk hennar á facebook.com/samsteypan eða í síma 690-2789.

 

Áfram ÍA

Til baka